top of page

Um síðuna

Myndlist og heimsmarkmiðin
 
Þessi vefsíða er hluti af lokaverkefni B.Ed. í grunnskólakennarafræði með áherslu á myndlist.
Á síðunni eru verkefni sem tengjast myndlistarkennslu. Fjögur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru yfirþema verkefna, sem eru Líf í sjó, Líf á landi, Heilsa og vellíðan, og Friður og réttlæti.
Hvert verkefni er undir nafni á Heimsmarkmiði. 
Verkefnin eru gerð fyrir miðstig grunnskóla eða 5. 6. og 7. bekk. Þau er öll með kveikju í tengslum við Heimsmarkmiðin og henta hæfniviðmiðum aðalnámskrár fyrir lok 7.bekkjar í myndlist.
 Grunnþættir menntunnar sjálfbærni, sköpun, jafnrétti, heilbrigði og velferð fléttast inn í verkefnin.
 Þessir grunnþættir tengjast einnig Heimsmarkmiðunum.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17 talsins en á þessari vefsíðu eru 4 markmið yfirheiti á verkefnabanka. Jafnvel stendur til að auka við fleiri verkefnum með tímanum. 
Með verkefnasíðunni er vonast til að myndlistakennarar njóti góðs af og nýti verkefni síðunnar.
Jóna Þorgerður Andrésdóttir
jtha@hi.is
heimsmarkmid_vefur.jpg
um síðuna
bottom of page