top of page

Verkefnabanki fyrir myndlistarkennslu í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Friðarfugl
Friðarfugl
Pappamassi
Þema
Þema verkefnis er Heimsmarkmið númer 16
Friður og Réttlæti.
Hér
Dregin er athygli nemenda að merkingu orðanna friður og réttlæti með því að tengja markmiðin við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Kveikja verkefnis er dúfa.
Dúfan hefur lengi verið tákn friðar og frelsis.
Skoða friðartákn þar sem dúfa er merki þess og ræða afhverju dúfa er tákn friðar.
Hér
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 160 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk.




Áhöld og Efni
-
Mynd/myndband eða ljóð af dúfu
-
Blýantar
-
Strokleður
-
Blöð A4
-
Dagblöð
-
Málningarlímbönd
-
Penslar
-
Veggfóðurslím
-
Plasthanska
-
Plast- eða hlífðardúka
-
Akrýl málningu
Undirbúningur
-
Blanda veggfóðurslím
-
Klippa niður dagblöð í ræmur
-
Skoða Heimsmarkmið númer 16
-
Afla upplýsinga um dúfur(sjá kveikju).
Aðferð
Byrjað er á að skoða dúfur (sjá kveikju) og ræða um dúfur og frið. Ræða eins Heimsmarkmiðið Friður og Réttlæti. Hægt er að lesa upp Heimsmarkmiðið númer 16 eða útskýra það í stuttu máli.
Nemendur skissa á blað hvernig gerð af fugli það á að gera (þarf ekki endilega að gera dúfu).
Dagblöð eru notuð til að byggja upp grind af fuglinum með því að krumpa saman dagblöð. Búkur háls, haus, vængir, fætur, goggur og stél.
Dagblöð eru klipp niður í strimla og báðar hliðar þaktar með veggfóðurlími (með pensli).
Síðan er dagblöðunum raðað utan um grindina og mótað um leið búkur af fugli.
Þegar fuglinn er þornaður er hann málaður með Akrýl málningu að eigin vali.



bottom of page