top of page

Verkefnabanki fyrir myndlistarkennslu í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Náttúrulitir
Náttúrulitir
Litafræði
Þema
Þema verkefnis er Heimsmarkmið númer 15
Líf á landi. Hér
Áhersla verkefnis er jörðin og líf okkar á jörðinni.
Dregin er athygli nemenda að því hvernig við sköpum betri lífsskilyrði á jörðinni með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þáttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Kveikja verkefnis er íslensk blóm og jurtir.
Hér
Kennari talar um og sýnir myndir af íslenskum blómum og jurtum
T.d. Sóley, Túnfífill, Baldursbrá, Bláberjalyng.
Kennari spyr nemendur hvaða liti hægt væri að framkalla úr íslenskri náttúru.
Nemendur skrifa niður hvaða litir koma til greina
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 80-120 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi nýtt sér grunnþætti myndlistar í eigin sköpun.


Áhöld og efni
-
Litlar krukkur
-
Skæri
-
Penslar
-
Vatn
-
Pappír A4
-
Blöndunarbakkar
-
Krydd, (t.d. túrmerik, paprikuduft), jarðaber, bláber, spínat eða annað úr náttúrunni
-
Sigti
-
Mortel
-
Gaffla
-
Trjágreinar
Undirbúningur
-
Hafa til jarðaber, bláber, spínat, krydd (t.d. turmerik, pipar, paprikuduft).
-
Klippa út pappahringi
-
Finna grein eða stöng fyrir hringina (til að hengja upp)
Framkvæmd
Byrjað er á því að skoða íslensk blóm (kveikjuna). Ræða og skrifa niður hugmyndir af náttúrulegum litum.
Farið er út og týnt laufblöð, tré, ber, blóm og annað sem mögulega gefa okkur mismunandi liti.
Næst er vatni blandað saman við jurtir og annað sem á að framkalla lit með í nokkrar skálar.
Gott er að stappa saman efnum í morteil eða með gaffli og sigta svo í gegnum sigti. Safna litum í litlar krukkur og merkja.
Hvítir pappahringir (5cmx5cm) eru klipptir út (um 6-8 hringir á mann).
Litunum eru safnað saman og málaðir á pappa hringina.
Á hina hlið hringsins er skrifað nafn á jurt eða efni litar (t.d jarðaber)
Hægt er að hengja hringina á stöng eða grein í myndlistastofu.


bottom of page