top of page
Fagur fiskur í sjó

Fagur fiskur í sjó

Þrykk

Þema
Heimsmarkmið númer 14
Líf í vatni. Hér
Áhersla verkefnis er sjór og líf í sjó.
Dregin er athygli nemenda að lífi í sjónum með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Fagur fiskur í sjó.
Fagur, fagur fiskur í sjó,
brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa.
Vingur, slingur,
vara þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi detta.
(Ókunnur höfundur)
Diving with Whaleshark
Áhöld og Efni
  • Blýantar
  • Storkleður
  • Þrykk dúkar til að skera í
  • Þrykk hnífar
  • Þrykk rúllur 
  • Þrykk málning
  • Þrykk þjapparar
  • Gæða pappír til að þrykkja á. (A4)
Undirbúningur
 Prenta út vísuna Fagur fiskur í sjó en einnig er hægt að láta nemendur skrifa vísuna. 
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 120-160 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7. bekkjar getur nemandi
notað mismunandi efni, verkfæri og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun.

Aðalnámskrá, 2011

g fiskur.jpg
Framkvæmd
Byrjað er á að fara yfir vísuna með nemendum þar sem tveir og tveir eru saman. Annar byrjar á að lesa vísuna og strjúka handarbakið á þeim sem er á móti. Þegar hann les ,,högg á hendi detta" á hann a reyna að slá á fingurna, en sá á móti á að reyna kippa hendinni frá. 
Næst er byrjað á verkefni með því að skissa upp mynd af fisk. 
Svo er myndin teiknuð með blýant á þrykk dúkinn eða þrykk pappann. 
Skorið í línurnar með þrykk hníf.
Gott er að sýna hverjum og einum nemanda hvernig hnífurinn eða skerinn er notaður og taka fram að það þurfi að passa sig á hnífnum.
Þegar búið er að skera í dúkinn þá er valinn litur. T.d. hvít þrykk málning. Málningin er sett á bakka og rúlluð með þrykk rúllu og jafnað út á bakkann. 
Þá er rúllað með málningunni yfir þrykk dúkinn sem myndin var skorin út á og rúllað jafnt og þétt yfir alla myndina. 
Dúkurinn er svo stimplaður á pappír. t.d dökkbláan eða svartan ef málningin er ljós. 
Næst er ýtt eða þjappað yfir með þrykk þjöppu svo að myndin stimplist vel á pappírinn. Dúkurinn er svo tekin varlega af. 
gra%20fiskur_edited.jpg
gr%20fiskur_edited.jpg
bottom of page