top of page
Furðuskjaldbaka

Furðuskjaldbaka

Teikning

Þema
Heimsmarkmið númer 14
Líf í vatni
Hér
Áhersla verkefnis er sjór og líf í sjó.
Dregin er athygli nemenda að lífi í sjónum með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
 
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Myndband af syndandi skjaldbökum í sjó
Hér
Sea Turtle
Áhöld og efni
  • Blýantar
  • Blöð A4
  • Blöð A3
  • Tússlitir
  • Svartir pennar
  • Tímarit
  • Lím
  • Skæri
  • Akrýl málning
  • Penslar

Tími
Tími verkefnis er u.þ.b.        80 mínútur.
Undirbúningur
Aðgangur að sjónvarpi eða myndvarpa fyrir kveikjumyndband.
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi unnið hugmynd frá skissu að lokaverki bæði fyrir tví- og þrívíð verk.

Aðalnámskrá, 2011.

skjaldb.jpg
skkk.jpg
Framkvæmd
Nemendur byrja á því að horfa á myndbandið.
Nemendur byrja á því að skissa mynd af skjaldböku og teikna svo myndina á annað A4 blað
Næst er teiknað mynstur að eigin vali inn í skjaldbökuna. Farið er ofan í allar línur með svörtum penna til að undirstrika línurnar.
Þá má lita með túss í mynstur og skjaldböku.
Einnig er hægt að klippa út úr tímariti litla bita og líma inn í skjaldbökuna eins og mosaík í staðin fyrir mynstur.
Bakgrunnur er málaður á A3 blað. Bakgrunnurinn er sjórinn og sjávargróður. 
Skjaldbakan er klippt út og límd á bakgrunninn
skk.jpg
bottom of page