top of page
Umhyggjuhringur

Umhyggjuhringur

Fínhreyfing

Þema
Þema verkefnis er Heimsmarkmið númer 16
Friður og Réttlæti.
Hér
Dregin er athygli nemenda að merkingu orðanna friður og réttlæti  með því að tengja markmiðin við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna. 
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Kveikja verkefnis er réttlæti. Kennari tekur saman  tilgang Heimsmarkmiðsins um réttlæti. Les upp markmiðið og skapar umræður meðal nemenda. Hvaða rétt höfum við?
Hvaða rétt hafa allir?
Hér
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 160 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi tjáð skoðanir eða tilfinningar í eigin sköpun með tengingu við eigin reynslu. 

Aðalnámskrá 2011

hring.jpg
World Peace
Áhöld og Efni
  • Ljósar (hvítar, gráar) Gólf/veggflísar. Hægt er að fá prufur eða afganga í byggingavöruverslun, flísabúðum, sorpu eða heima við í geymslu og bílskúr. Ef ekki þá er notaður pappír.
  • Penna með flestum litum t.d. Stabilo o.5mm eða Uni pin water and Fade proof
Undirbúningur
 Finna gólf eða veggflísar.   Ef ekki þá er hægt að nota blað/pappír A4 eða A3.
Aðferð
Byrjað á að fara yfir heimsmarkmið númer 16 (sjá kveikju).
Kveikjan felst í því að ræða við nemendur hvað þau eru þakklát fyrir, hvað er réttlæti. Skapa umræður.
Nemendur velja sér flís og teikna lítin hring í miðjuna sem á að tákna jörðina. Má líka teikna litla jörð í miðjuna. 
Næst er skrifað friður og réttlæti kring um litlu jörðina með litlum stöfum.
Næst eru tvær línur eða hringir teiknaðar kring um jörðina og stafina í ójöfnum hring. Litað inn í með lit að eigin vali. Svo er skrifað nafnið sitt og það sem hann eða hún er þakklát fyrir. Ef það kemst ekki fyrir í hringnum þá er gerður annar hringur. 
Hringnum er lokað með því að teikna tvöfalda línu eða hring utan um og litað að innan með uppáhalds lit.
Í næsta hring á að koma annað nafn og setning um þakklæti eða jákvæð orð/setning. Gæti verið foreldrar eða vinir sem fá að taka þátt í umhyggjuhringnum og skrifa innan í hringinn. 
hring_edited.jpg
Pencil
hringur.jpg
bottom of page