top of page

Verkefnabanki fyrir myndlistarkennslu í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Fjöruteikning
Fjöruverk
Útilistaverk
Þema
Heimsmarkmið númer 3
Heilsa og vellíðan.
Hér
Áhersla verkefnis er heilbrigði og vellíðan.
Dregin er athygli nemenda að því sem veitir okkur og öðrum heilsu og vellíðan með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þáttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Kveikja
Útilistaverk í viðkomandi bæjarfélagi.
Kennari sýnir útilistaverk á Íslandi. Umræður um hvaða verk nemendur hafa séð eða langar að fara og skoða.
Hér
Tími
Tími verkefnis fer eftir því hvar fjaran er staðsett.
u.þ.b. 120 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi fjallað um eigin verk og verk annarra í virku samtali við aðra nemendur




Áhöld og efni
-
Skæri
-
Vatnslitir
-
Penslar
-
Krukkur fyrir vatn
Undirbúningur
Ef bekkur eða hópur tekur strætó þarf að fá miða fyrir nemendur og kennara fram og tilbaka.
-
Skoða ferðir og tíma inn á strætó.is áður en lagt er af stað.
-
Skilaboð til foreldra (forsjáaðilar) send nokkru áður um að nemendur eigi að hafa hlý föt, stígvél og nesti meðferðis. Ágætt er að senda póst degi áður.
-
Muna eftir myndavél t.d. á síma
Framkvæmd
Í þessu verkefni er farið í fjöruferð. Lagt er áhersla á hreyfingu og útiveru.
Kennari byrjar á því að sýna útilistaverk á vefsíðu (sjá kveikju).
Nemendur og kennari ganga í fjöruna. Ef fjara er langt frá skóla er hægt að taka strætó.
Nemendur finna steina, skeljar eða eitthvað sem fjaran hefur að geyma. Raða því að vild í fjöruna og búa til uppstillingu eða verk.
Hægt er að nota vatnsliti til að mála steina eða skeljar sem tilheyra uppstillingunni eða verkinu. Eins er hægt að nota skæri til að klippa til þara.
Gott er að kennari taki mynd af hverju verki.
Svo er skemmtilegt að skýra verkin sín


bottom of page