top of page

Verkefnabanki fyrir myndlistarkennslu í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Ruslaskrímsli
Ruslaskrímsli
listsköpun í þrívídd
Þema
Þema verkefnis er Heimsmarkmið númer 15
Líf á landi. Hér
Áhersla verkefnis er jörðin og líf okkar á jörðinni.
Dregin er athygli nemenda að því hvernig við sköpum betri lífsskilyrði á jörðinni með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 80 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu.




Efni og Áhöld
-
Endurnýtanlegt efni
-
Plast flöskur
-
Plast tappar
-
Plast rör
-
Plast dósir
-
Mjólkurfernur
-
Sleikjó pinnar (klipptir niður)
-
Lím/ Límbyssa með lími
-
Garn
-
Akrýl málning
-
Penslar
Undirbúningur
Aðgangur að myndvarpa eða sjónvarpi.
Safna plastbrúsum, flöskum, dollum, rörum, fernum, garni, dollum, töppum og öðru rusli sem hægt er að nota í plastskrímsli auk þess að það sé hreint.
Fá nemendur til að kanna hvort áhugavert rusl heimavið sé nothæft.
Framkvæmd
Byrjað er á því að skoða myndband (kveikju).
Kennari útskýrir að nemendur ætli að búa til ruslaskrímsli úr plasti og öðrum hlutum sem flokkast sem rusl.
Kennari ræðir við nemendur að oft sé hægt að nýta ruslið í endurvinnslu og nota það aftur þegar það hefur verið þrifið.
Nemendur hafa frjálsar hendur við að búa til sitt eigið ruslaskrímsli.
Ímyndunaraflið og hugmyndaflug ræður för í þessu verkefni.
Líma saman plast og rusl og setja á augu, munn, nef og annað.
Mikilvægt er að það sé búið að þvo plast og fernur áður en verkefnið hefst.

bottom of page