top of page
Skógartröll

Skógartröll

Listsköpun 

Þema
Þema verkefnis er Heimsmarkmið númer 3
Heilsa og Vellíðan
Hér
Áhersla verkefnis er heilbrigði og vellíðan.
Dregin er athygli nemenda að því sem veitir okkur og öðrum heilsu og vellíðan með því að tengja markmiðið við verkefnavinnu í sjónlistum.
 
Tilgangur verkefnis er að veita nemendum fræðslu og ýta undir þátttöku Heimsmarkmiðanna.
Með því að taka þátt erum við að hlúa að framtíð okkar á jörðinni.
School Trip in Forest
Áhöld og Efni
  • Skæri
  • Tréklippu (litla töng)
  • Lím/Límbyssu með lími
  • Garn, dúska eða loð búta fyrir hár.
  • Perlur, tölur eða litla steina fyrir augu, nef, eyru og munn
  • Akrýl málningu
  • Pensla
  • Steinar fyrir búk og haus
Kveikja
Kveikja verkefnis eru Íslensk tröll. Saga eða ljóð af íslenskum tröllum t.d. í Búkollu, Gilitrutt eða Grýlu.
Hér
Tími
Tími verkefnis er u.þ.b. 80-120 mínútur
Aðalnámskrá. Hæfniviðmið fyrir sjónlistir
Við lok 7.bekkjar getur nemandi byggt eigin listsköpun á hugmyndavinnu tengdri ímyndun, rannsóknum og reynslu.

Aðalnámskrá, 2011

j.jpg
Undirbúningur
 Finna ljóð eða sögu um íslensk tröll (sjá kveikju).
Senda póst á foreldra um ferðina þar sem nemendur þurfa að hafa meðferðis útiföt eftir veðri og hollt nesti. 
Hafa poka eða körfu meðferðis undir efni sem safnað er til þess að búa til skógartröll.
Trjáklippu eða skæri til þess að klippa greinar
Framkvæmd
Kennari les ljóð eða sögu af  íslenskum tröllum (áður eða í skóginum).
Farið er af stað í átt að næsta skógi eða trálund.
Gott er að labba rösklega og jafnvel taka smá göngutúr ef skógurinn er ekki langt frá. 
Allir týna steina, laufblöð, köngla, greinar og annað sem á að fara í gerð skógartrölls. Kennari útskýrir fyrir nemendum að þau séu að fara gera skógartröll.
Skógartöllið
Búkurinn er steinn, hendurnar greinar og loð eða dúskur límt á sem hár. Hægt er að mála steinana áður en tröllið er límt saman. 
Svo er límt á augu, munnur, nef og eyru.
o.jpg
n.jpg
a.jpg
bottom of page